Sumarstörf hjá ISAL
Góð laun í sumar?
Við bjóðum spennandi tækifæri til þess að vaxa og dafna í sumar á vinnustað sem færir þér gott starfsumhverfi, frábæra vinnufélaga og reynslu sem nýtist þér um ókomin ár.
Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni og mikillar öryggisvitundar. Sameiginlegt markmið er að framleiða hágæða ál í samhentum hópi þar sem öryggi er undirstaða allra verka og kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- , jafnréttis -og umhverfismálum.
Hjá Rio Tinto er aðallega unnið á þrískiptum (5 daga vinna/5 daga frí) eða tvískiptum (5 daga vinna/4 daga frí) 8 tíma vöktum en einnig í dagvinnu.
Störf í boði:
- Kerskáli, steypuskáli og skautsmiðja (þrískiptar vaktir)
- Kerskáli (dagvinna)
- Efnisvinnsla (tvískiptar vaktir)
- Rannsóknarstofa, framleiðsluskipulag, bókhald, innkaup, birgðahald og öryggisdeild (unnið í dagvinnu)
- Verkstæði (iðnmenntun eða iðnnám skilyrði, unnið í dagvinnu)
- 18 ára og eldri
- Bílpróf er skilyrði og lyftarapróf er kostur
- Sterk öryggisvitund
- Stundvísi, frumkvæði og nákvæmni
- Þarf að gangast undir læknisskoðun og standast lyfjapróf
- Hreint sakavottorð
- Frítt fæði í mötuneyti
- Áætlunarferðir til og frá vinnu starfsfólki að kostnaðarlausu