Ajour Island ehf.
Ajour Island er umboðsaðili stafrænna verkfæra frá fyrirtækinu EG Construction. Eitt þekktasta verkfæri EG á Íslandi er Ajour system, en um er að ræða stafræna verkfærakistu fyrir byggingariðnaðinn. Ajour system hefur verið í notkun á Íslandi síðustu 10 árin og telur fjöldi notenda yfir 2000 sem dreifðir eru á u.þ.b. 240 kerfi (fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög, einyrkjar og fleiri).
Ráðgjöf- og sala stafrænna verkfæra
Við leitum að drífandi einstaklingi með tæknilega menntun og framúrskarandi hæfni í sölu og mannlegum samskiptum. Starfið krefst sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í nánu samstarfi við viðskiptavini.
Helstu verkefni:
- Sala og kynning á vörum og þjónustu EG (Ajour system Island).
- Greining á þörfum viðskiptavina og ráðgjöf um tæknilegar lausnir.
- Þátttaka í þróun söluferla og nýrra lausna.
- Samskipti við viðskiptavini og uppbygging langtímasambanda.
Hæfniskröfur:
- Menntun eða reynsla í byggingatækni (t.d. Byggingafræði, iðnmenntun eða sambærilegt).
- Reynsla og færni í sölu og þjónustu.
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og á skipulagðan hátt.
- Góð samskiptahæfni.
- Frumkvæði, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun.
- Góð íslensku og enskunátta er skilyrði, danska og/eða norska er kostur.
- Bílpróf er skilyrði.
Við bjóðum:
- Krefjandi og fjölbreytt starf í framsæknu fyrirtæki.
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi með tækifæri til vaxtar og þróunar.
- Góðan starfsanda og stuðning frá öflugu teymi.
Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Barkarson eigandi og ráðgjafi á netfangið johannes@ajoursystem.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk. Ath að farið verður að vinna úr umsóknum um leið og þær berast. Öllum umsóknum verður svarað.
Auglýsing birt14. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Danska
GrunnfærniValkvætt
Norska
GrunnfærniValkvætt
Staðsetning
Síðumúli 1, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningFrumkvæðiHeiðarleikiInnleiðing ferlaJákvæðniMannleg samskiptiMeistarapróf í iðngreinMetnaðurÖkuréttindiSalesforceSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaSveigjanleikiUmsýsla gæðakerfaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Brennur þú fyrir viðhaldi og rekstri húsnæðis og eigna?
Skrifstofa Alþingis
Ráðgjafi viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Verkefnastjóri á þróunarsviði
Reitir fasteignafélag
Sérfræðingur á skrifstofu byggingarfulltrúa
Umhverfis- og skipulagssvið
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á línudeild
Norconsult ehf.
Verkefnastjóri
Axis
Verkstæði
Björninn
Umsjónarmaður fasteigna
Eignaumsjón hf
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Smiðir- og vanir smíðum
Snikk