Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis

Brennur þú fyrir viðhaldi og rekstri húsnæðis og eigna?

Skrifstofa Alþingis leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf deildarstjóra fasteignaumsjónar á fjármála- og rekstrarsviði. Í starfinu felst umsjón og eftirlit með rekstri og viðhaldi á húseignum og ýmsum búnaði Alþingis ásamt samskiptum við hagaðila. Verkefnin eru stór og smá, fjölbreytt og krefjandi og mikil samskipti og samvinna með öðru starfsfólki skrifstofunnar og utanaðkomandi aðilum. Einn starfsmaður er á deildinni auk deildarstjóra. Við leitum að einstaklingi sem vandar til verka og er lipur í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og eftirlit með rekstri og viðhald á fasteignum, húsbúnaði og lóð Alþingis
  • Áætlana- og samningagerð vegna viðhalds og reksturs eigna
  • Kostnaðargreining framkvæmda á vegum þingsins
  • Öflun tilboða ásamt samskiptum við verktaka og aðra hagsmunaaðila
  • Skipulag daglegra verkefna deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í byggingafræði eða sambærileg tæknimenntun á háskólastigi 
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á framkvæmdum og viðhaldi fasteigna og helstu kerfum þeirra
  • Reynsla af kostnaðarútreikningum, áætlunar- og samningagerð
  • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu 
  • Góð tölvu- og tæknikunnátta, þekking og reynsla á Revit og/eða AutoCAD kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
Auglýsing birt14. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutocadPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar