Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Náttúruverndarstofnun auglýsir starf þjóðgarðsvarðar í Snæfellsjökulsþjóðgarði laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og getu til að leiða starfsemi á svæðinu. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er sviðsstjóri landvörslusviðs en auk þess felur starfið í sér náið samstarf við þjóðgarðsráð Snæfellsjökulsþjóðgarðs og annað starfsfólk Náttúruverndarstofnunar.

Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri Snæfellsjökulsþjóðgarðs og nærliggjandi náttúruverndarsvæða ásamt gestastofum þjóðgarðsins  á Hellissandi og Malarrifi
  • Mannauðsstjórnun í þjóðgarðinum, s.s. ráðningar starfsmanna, starfsþróun, framkvæmd starfsmannasamtala og fleira í samstarfi við aðra stjórnendur stofnunarinnar
  • Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila s.s. fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, skóla og íbúa á nærsvæðum þjóðgarðsins
  • Tryggja og viðhalda verndargildi þjóðgarðs og friðlýstra svæða og þeim markmiðum sem sett eru fram í stjórnunar- og verndaráætlunum
  • Þróun og nýsköpun hvað varðar þjónustu á svæðunum, öryggismál, náttúruvernd, uppbyggingu innviða og fleira
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og/eða mannaforráðum
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samstarfi
  • Brennandi áhugi á náttúruvernd
  • Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sandahraun 5, 360 Hellissandur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar