Eignaumsjón hf
Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og brautryðjandi í þessari þjónustu hér á landi. Fyrirtækið var stofnað haustið 2000 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignaumsjónar eru framsækni, öryggi og fagmennska og markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu þar sem áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Hjá okkur starfa nú um 50 einstaklingar, öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Eignaumsjón leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.
Umsjónarmaður fasteigna
Eignaumsjón leitar að umsjónarmanni fasteignar fyrir rekstrarfélag á höfuðborgarsvæðinu.
Óskað er eftir röskum og laghentum aðila í stóra og vandaða skrifstofubyggingu.
Umsjónarmaður mun sinna fjölbreyttum verkefnum við umsjón og rekstur hússins. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á velferð þeirra sem vinna í byggingunni og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfseminnar með stjórn, eiganda og leigutökum hússins.
Um er að ræða byggingu sem er hátt í 20.000 fm á mörgum hæðum auk bílakjallara og lóðar.
Um fullt starf er að ræða.
Umsjónarmaður er eini starfsmaður félagsins en viðkomandi félag er í þjónustu hjá Eignaumsjón og mun viðkomandi vinna náið með starfsfólki félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjá um að húsnæði, búnaður og lóð sé ávallt aðlaðandi og í fullnægjandi ástandi
- Beitir sér fyrir og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri.
- Skipuleggur, hefur eftirlit með og ber ábyrgð á samskiptum við verktaka sem þjónusta bygginguna.
- Yfirfer og staðfestir reikninga sem félaginu berast og gerir athugasemdir ef við á.
- Umsjón með öryggis- og eftirlitsbúnaði hússins og skipuleggur prófanir og æfingar í tengslum við kerfi hússins.
- Eftirlit með tæknirýmum og sér til þess að öll kerfi hússins séu í lagi.
- Sinnir almennu viðhaldi húsnæðis og lóðar og kallar til þjónustuaðila eftir því sem við á
- Umsjón með sorpgeymslu hússins.
- Aðstoðar og leiðbeinir leigutökum í húsinu eftir þörfum með þau málefni sem að húsnæðinu snúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Mjög góð tölvukunnátta og þekking á hússtjórnarkerfum.
- Þekking og skilningur á kerfum s.s. loftræsti- og hitakerfum.
- Rík þjónustulund og skipulagshæfni.
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
- Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu í töluðu og rituðu máli.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og drifkraftur.
- Gerð er krafa um reglusemi og hreint sakavottorð.
Auglýsing birt3. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Tækniteiknun - skráning og úrvinnsla gagna
GeoForm ehf.
Rafvirki / Nemi
AJraf ehf
Spennandi starf! Tæknimaður
Raförninn
Vélamaður í vinnuflokki á Suðurlandi
Vegagerðin
Car wash - Hertz Reykjavík
Hertz Bílaleiga
Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek
Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning
Uppsetning á loftadúk
Pons loftaefni ehf.
Ds pípulagnir leitar að pípara á Akureyri
DS pípulagnir og þjónusta ehf.
Umjónarmaður fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasvið
Þjóðminjasafn Íslands
Spennandi vélvirkja- og rafvirkjasumarstörf
Norðurál
Vörustjóri í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar