Verksýn
Verksýn

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja

Verksýn óskar eftir að ráða öflugan og skipulagðan einstakling í stöðu aðstoðarmanns ráðgjafa í viðhalds- og endurbótaverkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoð við gerð ástandsgreininga
  • Gerð útboðs- og verklýsinga
  • Almenn aðstoð við ráðgjafa og hönnuði
  • Skrifstofustörf, innkaup og ýmis viðvik
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, starfið gæti einnig hentað þeim sem eru í háskólanámi
  • Reynsla af störfum innan byggingageirans er kostur en ekki skilyrði
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Um Verksýn:

Verksýn var stofnað árið 2006 og hefur síðan þá sérhæft sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum. Fyrirtækið hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf í tengslum við nýframkvæmdir ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Markmið Verksýnar er að mæta þörfum viðskiptavina sinna á sem besta mögulegan hátt, stuðla að auknum gæðum húsnæðis á Íslandi og safna og miðla af þekkingu á viðhaldi og endurbótum fasteigna.

Verksýn er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfar þéttur hópur reynslumikilla sérfræðinga í góðu vinnuumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (lea@intellecta.is) í síma 511-1225.

Auglýsing birt14. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 1, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar