Raförninn
Raförninn
Raförninn

Spennandi starf! Tæknimaður

Raförninn er framsækið og metnaðarfullt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í gæðamælingum, þjónustu og ráðgjöf við ýmsan tæknibúnað, með áherslu á heilbrigðisgeirann.

Við leitum að framúrskarandi tæknimanni með góða og djúpa tölvukunnáttu til að bætast við öflugt teymi tæknimanna fyrirtækisins

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald og eftirlit lækningatækja

  • Gæðamælingar lækningatækja

  • Uppsetningar lækningatækja

  • Uppsetning og þjónusta eftirlitskerfa þar er stuðst er við myndavélar við greiningu gagna, m.a. vegna gjaldtöku á bílastæðum

  • Þjónusta við ýmis tæknikerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnfræði, rafeindavirkjun, rafvirkjun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

  • Lausnamiðuð hugsun

  • Framúrskarandi tölvukunnátta 

  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Gott vald á íslensku og ensku

  • Þekking á netkerfum
  • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á forritun

  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af heilbrigðisstarfsemi

Auglýsing birt31. desember 2024
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar