Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkefnastjóri í fasteignaumsjón

Starf verkefnastjóra í fasteignaumsjón hjá rekstrardeild Vegagerðarinnar er laust til umsóknar. Starfsstöðin er í Garðabæ.

Vegagerðin er með 18 starfsstöðvar um allt land, rekstrardeild vinnur þvert á svið og svæði.

Rekstrardeild er þjónustudeild og mikið er lagt upp úr góðri liðsheild, ríkri þjónustulund og lausnamiðaðri nálgun en á deildinni starfa um 15 manns. Rekstrardeild sinnir fasteignaumsjón, umsjón véla og tækja um allt land, innkaupum, lagerhaldi ásamt öðrum tengdum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastýring framkvæmda sem varða fasteignaumsjón. Í því felst einnig yfirumsjón með viðhaldi og almennum rekstri fasteigna Vegagerðarinnar þ.m.t. húseignir, saltgeymslur, biktankar og ferjuhús. 

  • Ber ábyrgð á viðhaldsúttekt fasteigna 
  • Ber ábyrgð á gerð og framfylgni húsnæðisáætlunar 
  • Ber ábyrgð á að tilfallandi viðhaldi sé sinnt, svo sem viðgerðum á húsmunum og húsnæði 
  • Ber ábyrgð á rekstrartengdum samningum fasteigna. 
  • Annast samskipti við verktaka og umsjónarmenn húsa 
  • Fjárhagslegt eftirlit framkvæmda 
  • Skipuleggur, verkstýrir og annast upplýsingasöfnun vegna framkvæmda, tryggir skjölun og vistun gagna. 
  • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf til hagaðila 
  • Vinnur að gæða- og umbótastarfi innan deildarinnar í samráði við forstöðumann 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Byggingatæknifræði, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi 
  • Rík skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður 
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur 
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti 
  • Mjög góð tölvukunnátta 
  • Góð öryggisvitund 
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar