Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Sérfræðingur í innkaupum
Eir hjúkrunarheimili leitar að sérfræðingi á fjármála- og rekstrarsviði sem þjónustar hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamra og leigufélagið Eir öryggisíbúðir. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Starfsmaðurinn mun bera ábyrgð á innkaupum stofnananna þvert á svið, birgðahaldi og útboðum ásamt annarri umsýslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og samræming innkaupaferla, innleiðing og eftirfylgni þeirra
- Dagleg stjórnun innkaupa
- Innkaupasamningar og útboð
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Gerð innkaupaáætlana
- Upplýsingagjöf og greiningar
- Þátttaka í samstarfi við önnur hjúkrunarheimili og aðildarfélög Samtaka fyrirtæka í velferðarþjónustu
- Teymisvinna í ýmsum verkefnum
- Önnur tilfallandi verkefni að beiðni framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun
- Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
- Almenn færni til að nýta upplýsingatæknikerfi sem starfinu tengjast
- Þekking og/eða reynsla af Timian og Business Central kostur
- Þekking og/eða reynsla af reglum um opinber innkaup kostur
- Sjálfstæði, frumkvæðni og þjónustulund
- Færni í mannlegum samskiptum og áhugi á að takast á við nýjar ákoranir
Fríðindi í starfi
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- 36 stunda vinnuviku
- Íþróttastyrk, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2024.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar veitir Eybjörg Helga Hauksdóttir forstjóri, eybjorg@eir.is .
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í gegnum umsóknir á heimasíðu https://jobs.50skills.com/eir/is
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Gæðastjóri í heilbrigðisþjónustu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Staða sérfræðings í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunar- og læknisfræðinemar - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri í fasteignaumsjón
Vegagerðin
Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands
Verkefnastjóri á hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Þróunarverkefnastjóri (PharmSci Lead)
Alvotech hf
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Verkefnastjóri inngildingar og íslensku
Mýrdalshreppur
Starfsmaður í innkaup og lager
Advania
Ert þú sérfræðingur í menningu og tölfræði?
Hagstofa Íslands