Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Verkefnastjóri á hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili leitar að jákvæðum og þjónustuliprum verkefnastjóra. Starfið er mjög fjölbreytt heyrir undir mannauðssvið.
Upplagt fyrir þá sem búa í Grafarvogi eða nálægum hverfum og vilja sleppa við morgunumferðina.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast samskipti vegna útleigu íbúða hjá Eir Öryggisíbúða í samvinnu við stjórnendur og starfsmenn, þ.á.m. halda utan um biðlista, halda húsfundi, sýna íbúðir og fylgja eftir kvörtunum.
- Heldur utan um, útbýr og setur efni inn á heimasíður, facebook síður og aðra samskiptamiðla.
- Annast fundarritun og umsjón fundargagna fyrir stjórnir og fulltrúaráð Eirar, Skjóls, Hamra og Eir öryggisíbúða í samstarfi við forstjóra.
- Ýmis skrifstofustörf, s.s. móttaka, innkaup fyrir skrifstofu og skjalafrágangur.
- Aðstoð við móttöku, viðburði og ýmis starfsmannamál.
- Ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Mjög góð íslenskukunnátta og færni til að rita fundargerðir.
- Mjög góð samskiptahæfni.
- Góð tölvufærni.
- Þekking á noktun Wordpress vefsíðuforriti og stýringu samfélagsmiðla er kostur.
- Þekking á uppsetningu myndræns efnis og notkun grafískra forrita er kostur.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Áreiðanleiki og sveigjanleiki.
Fríðindi í starfi
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- 36 stunda vinnuviku
Umsóknarfrestur:
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, gegnum netfangið: helgasig@eir.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2024 og hvetjum við öll áhugasaöm til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í gegnum umsóknir á heimasíðu https://jobs.50skills.com/eir/is
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
Auglýsing birt13. janúar 2025
Umsóknarfrestur23. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri í fasteignaumsjón
Vegagerðin
Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands
Sérfræðingur í innkaupum
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Þróunarverkefnastjóri (PharmSci Lead)
Alvotech hf
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Verkefnastjóri inngildingar og íslensku
Mýrdalshreppur
Ert þú sérfræðingur í menningu og tölfræði?
Hagstofa Íslands
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf