
Orkusalan
Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land. Orkusalan er eina fyrirtækið á raforkumarkaði sem hefur kolefnisjafnað bæði rekstur og vinnslu raforku.

Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Við leitum af snillingi til þess að byggja upp hleðsluinnviði fyrir rafbíla. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir einstakling sem hefur þekkingu og reynslu af tækni sem vill gegna lykilhlutverki við framkvæmdir hleðsluverkefna.
Viðkomandi mun sjá um samskipti við fjölbreyttan hóp hagaðila, innan sem utan fyrirtækisins ásamt því að tryggja yfirsýn yfir ólíka verkþætti.
Ef þú hefur brennandi áhuga á orkuskiptum, vilt taka þátt í uppbyggingu hleðsluinnviða um allt land og ert metnaðarfullur stuðbolti þá gæti þetta verið spennandi starf fyrir þig.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning og frágangur á hleðslustöðvum
- Tilboðsgerð fyrir hleðsluverkefni
- Tiltekt á pöntunum og afhending á vörum
- Samskipti við viðskiptavini og verktaka
- Eftirlit með daglegri framkvæmd verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi t.d sveinspróf í rafvirkjun eða tæknimenntun
- Reynsla af uppsetningu á hleðslustöðvum kostur en ekki skylda
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
- Öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Góð stafræn hæfni
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Líkamsræktarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðRafvirkjunVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Rafeindarvirki / Rafvirki - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Rafvirkjar og vélvirkjar
Norðurál

Sérfræðingur í kerfisgreiningum - tímabundið starf
Landsnet hf.

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Sérfræðingur í teymi raf- og fjarskipta
EFLA hf

Sérfræðingur rafveitu
Norðurál

Ertu tækniþenkjandi með brennandi áhuga á ráðgjöf og sölu?
HD Iðn- og tækniþjónusta

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Verkefnastjóri hjá Opna Háskólanum
Háskólinn í Reykjavík