Mýrdalshreppur
Mýrdalshreppur
Mýrdalshreppur

Verkefnastjóri inngildingar og íslensku

Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í stöðu verkefnastjóra inngildingar og íslensku.
Um spennandi þróunarstarf er að ræða í fjölbreyttu samfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Sveitarfélagið getur útvegað íbúð til leigu í Vík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og verkefnastýring vegna innleiðingar og mat vegna inngildingarstefnu Mýrdalshrepps.
  • Starfsmaður Enskumælandi ráðs með umsjón fundarboða, fundargerðir, skipulagning viðburða á vegum ráðsins og upplýsingagjöf til ráðsins um framvindu inngildingarstefnunnar og stöðu verkefna tengd íslensku sem annars máls í sveitarfélaginu.
  • Samstarf þvert á samfélag vegna íslensku sem annarsmáls, s.s. skipulagning íslenskunámskeiða og kennslu.
  • Skipuleggur fræðslu, ráðgjöf og annast kynningar um inngildingu og íslensku sem annars máls.
  • Skipulag upplýsingamiðlunar, leiðbeininga og ráðgjafar til íbúa, stjórnenda og starfsfólks sveitarfélags, félagssamtaka, og fyrirtækja um réttindi, skyldur, þjónustu og viðburði í nærsamfélagi.
  • Greining á mögulegum tækifærum, endurskoðun ferla og verklagi tengd inngildingu og íslensku sem annars máls.
  • Sjá til að unnið sé samkvæmt kostnaðaráætlun og tímaramma.
  • Önnur verkefni sem tengjast starfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
  • Yfirgripsmikil þekking á inngildingu og íslensku sem annarsmáls
  • Góð hæfni til að vinna í þverfaglegum og menningarlegum teymum
  • Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er algjört skilyrði, íslenska C2 og enska C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
  • Önnur tungumálakunnátta æskileg
  • Hæfni í mannlegum og faglegum samskiptum, skipulagshæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur
Fríðindi í starfi
  • Leiguhúsnæði
  • Flutningsstyrkur
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurbraut 28, 870 Vík
Austurvegur 17, 870 Vík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar