Mýrdalshreppur
Mýrdalshreppur er vaxandi sveitarfélag á suðurlandi í rúmlega tveggja tíma akstri frá Reykjavík.
Verkefnastjóri inngildingar og íslensku
Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í stöðu verkefnastjóra inngildingar og íslensku.
Um spennandi þróunarstarf er að ræða í fjölbreyttu samfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Sveitarfélagið getur útvegað íbúð til leigu í Vík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón og verkefnastýring vegna innleiðingar og mat vegna inngildingarstefnu Mýrdalshrepps.
- Starfsmaður Enskumælandi ráðs með umsjón fundarboða, fundargerðir, skipulagning viðburða á vegum ráðsins og upplýsingagjöf til ráðsins um framvindu inngildingarstefnunnar og stöðu verkefna tengd íslensku sem annars máls í sveitarfélaginu.
- Samstarf þvert á samfélag vegna íslensku sem annarsmáls, s.s. skipulagning íslenskunámskeiða og kennslu.
- Skipuleggur fræðslu, ráðgjöf og annast kynningar um inngildingu og íslensku sem annars máls.
- Skipulag upplýsingamiðlunar, leiðbeininga og ráðgjafar til íbúa, stjórnenda og starfsfólks sveitarfélags, félagssamtaka, og fyrirtækja um réttindi, skyldur, þjónustu og viðburði í nærsamfélagi.
- Greining á mögulegum tækifærum, endurskoðun ferla og verklagi tengd inngildingu og íslensku sem annars máls.
- Sjá til að unnið sé samkvæmt kostnaðaráætlun og tímaramma.
- Önnur verkefni sem tengjast starfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
- Yfirgripsmikil þekking á inngildingu og íslensku sem annarsmáls
- Góð hæfni til að vinna í þverfaglegum og menningarlegum teymum
- Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
- Góð íslensku- og enskukunnátta er algjört skilyrði, íslenska C2 og enska C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Önnur tungumálakunnátta æskileg
- Hæfni í mannlegum og faglegum samskiptum, skipulagshæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur
Fríðindi í starfi
- Leiguhúsnæði
- Flutningsstyrkur
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Víkurbraut 28, 870 Vík
Austurvegur 17, 870 Vík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Ert þú sérfræðingur í menningu og tölfræði?
Hagstofa Íslands
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Ert þú sérfræðingur í hleðslulausnum?
Orkusalan
Verslunarstjóri Nettó Miðvangi - Hafnarfirði
Nettó
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Ertu ritfær, hugmyndaríkur og nýjungagjarn einstaklingur?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Verkefnastjóri
Icelandair
Verkefnastjóri
Ljósleiðarinn
Verkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands