Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í greiningum og uppgjörum á fjármálasviði

Veðurstofa Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á fjármálasviði

Veðurstofa Íslands leitar að kraftmiklum sérfræðingi á fjármálasvið með reynslu af skýrslugerð í PowerBI, gagnagreiningu og með þekkingu á bókhaldi og fjármálum. Sérfræðingur í greiningum og uppgjörum ber m.a. ábyrgð á mælaborðum Veðurstofu Íslands er tengjast rekstri og fjármálum, uppgjörum á verkefnum Veðurstofunnar, hefur umsjón með heildarrekstrar- og verkefnaáætlun og útbýr ársfjórðungsstöðumat verkefna ásamt ýmsum kostnaðargreiningum og öðrum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun, þróun og ábyrgð á mælaborðum og skýrslum í PowerBI
  • Fjárhagslegt uppgjör og daglegt utanumhald fjármála í rannsóknaverkefnum
  • Kostnaðargreiningar og eftirlit með gögnum
  • Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsvinnu
  • Ýmis önnur störf innan fjármála- og rekstrarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun er kostur
  • Reynsla af skýrslugerð og mælaborðasmíði í PowerBi
  • Góð hæfni í greiningu og framsetningu gagna, s.s. áætlanagerð og kostnaðargreiningum
  • Þekking og reynsla af uppgjörum, verk-, og bókhaldi er kostur
  • Gott vald á upplýsingakerfum og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Nákvæmni í vinnubrögðum, tölugleggni, útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum

Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bústaðavegur 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Power BI
Starfsgreinar
Starfsmerkingar