Sérfræðingur í launum hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT á Íslandi er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði bókhalds- og launavinnslu sem rekur eina af stærstu launadeildum landsins. Launadeild ECIT á Íslandi sinnir launavinnslu fyrir félög og einstaklinga, innlend sem erlend.
Hjá ECIT starfa um 110 sérfræðingar í bókhalds- og launavinnslu með aðsetur á 15 stöðum um land allt.
ECIT á Íslandi rekur tvö félög sem eru ECIT Bókað ehf. og ECIT Virtus ehf.
Við leitum nú að öflugum einstaklingum með reynslu og þekkingu af launavinnslu til starfa á skrifstofum okkar í Borgartúni. Við leitum að sérfræðingum í bæði fullt starf og hlutastarf og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Starfsfólk okkar þarf almennt að geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt, vera lausnamiðað, þjónustulundað og eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini félagsins.
Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við öll til að sækja um óháð kyni.
- Útreikningar á launum og launatengdum gjöldum fyrir viðskiptavini ECIT á Íslandi
- Samskipti við lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni.
- Krafa um góða þekkingu og reynslu af launaútreikningum.
- Þekking og reynsla af launa- og bókhaldskerfum
- Þekking og reynsla af aðkomu kjarasamninga
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
- Enskukunnátta æskileg
- Talnagleggni og tölvufærni
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Rík þjónustulund og jákvæðni