Innheimtubókari
Isavia óskar eftir að ráða talnaglöggan og vandvirkan einstakling í starf innheimtubókara. Viðkomandi starfsmaður mun starfa með öflugu teymi í reikningshaldi fyrirtækisins. Helstu verkefni felast m.a. í tekjuskráningu og innheimtu.
Isavia annast rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar en við erum einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hjá okkur hefur starfsfólk tækifæri til að eflast, þróast og nýta hæfni sína og styrkleika í starfi. Saman vinnum við að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.
- Tekjuskráning reikninga
- Innheimta viðskiptakrafna
- Afstemmingar
- Fleiri tilfallandi verkefni
- Reynsla af tekjuskráningu og innheimtu
- Viðurkenndur bókari er kostur
- Þekking á Navision bókhaldskerfi er kostur
- Úrbótamiðuð hugsun og nálgun á verkefni
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Jákvæði og góð samskiptahæfni
Starfsstöð er í Hafnarfirði.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.