Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vaktmaður í farþegaþjónustu

Við leitum að aðila í starf vaktmanns í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, um er að ræða fullt starf í vaktavinnu.

Helstu verkefni farþegaþjónustu eru upplýsingagjöf til farþega, aðstoð við farþega með fötlun og/eða skerta hreyfigetu (PMR-þjónusta), flæðisstýring og eftirlit með innritunarbúnaði.

Við leitum að aðila í starf vaktmanns í farþegaþjónustu, um er að ræða fullt starf á 5-5-4 vöktum. Vaktmaður vinnur náið með hópstjórum og hefur góða yfirsýn yfir verkefni og verkferla deildarinnar. Starfsstöð vaktmanns er í Samhæfingarstjórnstöð Isavia (APOC)

Helstu verkefni og ábyrgð vaktmanns:

  • Samræming PRM þjónustu í samstarfi við APOC
  • Úthlutun og yfirsýn PRM beiðna
  • Vöktun á farþegaflæði og fyrirbyggjandi viðbrögð
  • Vöktun á kerrusöfnun og fyrirbyggjandi viðbrögð
  • Þátttaka í daglegum stöðufundum og upplýsingagjöf
  • Skráningar í upplýsingakerfi APOC
  • Samræmingaraðili farþegaþjónustu í sértækum aðstæðum
  • Yfirsýn yfir starfsemi hverju sinni
  • Samskipti við innri og ytri aðila
  • Umsjón með pósthólfi Isavia ásamt starfsmanni í símsvörun
  • Svara skiptiborði Isavia í forföllum starfsmanns í símsvörun eða vegna álags
  • Eftirlit með stöðu á innritunarbúnaði sem deildin þjónustar
  • Önnur verkefni er til kunna að falla að beiðni yfirmanns

Hæfniskröfur:

  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Öguð og skipulögð vinnubrögð

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um starfið veita hópstjórar farþegaþjónustu farthegathj.hopstjorar@isavia.is. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknafrestur er til og með 23.janúar 2025. Öllum umsóknum verður svarað.

Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur23. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar