Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í vinnu- og heilsuvernd

Sérfræðingur í vinnu- og heilsuverndarmálum óskast til starfa innan Öryggisstjórnunar hjá Isavia. Við leitum að aðila sem er tilbúinn að stuðla að aukinni öryggis- og vinnuverndarmenningu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Eitt helsta markmið Öryggisstjórnunnar er að stuðla að jákvæðri öryggismenningu.

Helstu verkefni:

Þátttaka í þróun öryggismála hjá Isavia með áherslu á þá þætti er snúa að vinnu- og heilsuvernd.

  • Skráning og eftirfylgni með úrvinnslu frávika, úrbótaverkefna og atvika.
  • Stuðningur við stjórnendur við framkvæmd áhættumata.
  • Þátttaka í innri og ytri úttektum.
  • Stuðla að eflingu öryggis- og gæðavitund starfsmanna.
  • Yfirsýn yfir lög og reglugerðir er snúa að vinnuvernd og heilsuverndarmálum.
  • Samskipti við hagaðila.
  • Önnur tilfallandi verkefni er snúa að vinnu- og heilsuvernd ásamt öðrum öryggismálum.

Hæfni:

  • Háskólamenntun eða sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og áræðni í bland við framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileika.
  • Öguð og skipulögð vinnubrögð.
  • Þekking og reynsla á sviði öryggis- og heilsumála.
  • Umbótahugarfar og útsjónarsemi.
  • Þekking á lögum og reglugerðum er snúa að vinnuvernd og heilsuverndarmálum er kostur.

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Linda B. Stefánsdóttir deildarstjóri vinnu- og heilsuverndar, linda.stefansdottir@isavia.is

Við biðjum umsækjendur um að skila inn ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar