Wolt
Wolt
Wolt

Hlutastarf í þjónustuveri Wolt

Vinnur þú vel með öðrum og ert með framúrskarandi samskiptahæfni? Finnst þér gaman að vinna í kraftmiklu umhverfi? Ef svarið er já - lestu nánar! 🤩

Við erum að leita af þjónustufulltrúa í hlutastarf (10 klst. á viku) til að ganga til liðs við þjónustuteymið okkar í Reykjavík! Þú munt vera vinna á breytilegum dagvöktum eftir kl 11:00 með möguleika á viðbótar kvöld og helgarvöktum.

Hvað þú munt vera að gera

  • Aðstoða viðskiptavini, sendla og veitingastaði í gegnum netspjall og síma
  • Tryggja að heimsendingarþjónustan gangi vel fyrir sig
  • Þróa þjónustustarfsemina okkar ásamt þjónustuteyminu og annara teyma innan Wolt

Auðmjúku væntingarnar okkar

  • Að þú sért með framúrskarandi samskiptahæfni með persónulegum blæ og leggur mikið upp úr þjónustulund og liðsheild
  • Aðlögunarhæfni, geta lært hratt og unnið með marga bolta á lofti í einu, og að þú sért klár til að vinna í hröðu starfsumhverfi
  • Að þú getir unnið breytilegar dagvaktir virka daga frá kl 11:00 - þjónustuverið okkar er opið sjö daga vikunnar
  • Að þú talir reiprennandi íslensku og hafir góða færni í ensku
  • Þú þarft að geta unnið á skrifstofunni okkar sem er staðsett í Grósku húsinu í Reykjavík. Við bjóðum ekki upp á möguleika á fjarvinnu

Fríðindin við að koma til liðs við okkur

  • Wolt inneign (cashback) af hverri Wolt pöntun
  • Áætlun um aðstoð við starfsmenn
  • Wolt starfsþróunarnámskeið
  • Starfsmannafélag með reglulegum uppákomum og skemmtunum
  • Ávextir og drykkir á skrifstofunni

Ef þér finnst spennandi að vinna í ört vaxandi umhverfi, taka ábyrgð og vera partur af gífulega metnaðarfullu teymi, smelltu þá hér að neðan til að sækja um og komið boltanum af stað! 💙

Auglýsing birt17. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 13, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar