Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.
Þjónusturáðgjafi í varahlutadeild
Við leitum að þjónustuliprum aðila með mikla þekkingu á bílum til að sinna sölu og afgreiðslu varahluta fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart sem Askja er sölu- og þjónustuaðili fyrir. Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstarf þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla varahluta í framlínu og þjónustuveri varahlutaverslunar
- Úrvinnsla fyrirspurna í gegnum síma, tölvupóst og aðra netmiðla
- Afgreiðsla varahluta innanhúss
- Frágangur pantana og móttaka á vörum frá birgjum
Við leitum að liðsfélaga með:
- Samstarfs- og samskiptahæfni og ríka þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Áhugi og þekking á bílum
- Sveinspróf í bifvélavirkjun kostur
- Reynsla af Navision kostur
- Góða íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Af hverju Askja?
- Samvinna og sveigjanleiki
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Markviss starfsþróun
- Öflugt fræðslustarf
- Frábært félagslíf
- Samkeppnishæf kjör
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunFrumkvæðiMannleg samskiptiSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Tjónafulltrúi persónutjóna
TM
Hlutastarf í þjónustuveri Wolt
Wolt
Þjónustufulltrúi í Þjónustuver Avis
Avis og Budget
Blikksmiðurinn hf. leitar að lagermanni
Blikksmiðurinn hf
Sumarstörf í vöruhúsi Innnes
Innnes ehf.
Sumarstarf á skrifstofu
Garðlist ehf
Bílstjóri
Álfaborg ehf
Liðsauki í vöruhús
Ískraft
Starfsmaður á lager
Freyja
Hópstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Svæðisstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Starfsmaður á Rekstrar- og þjónustuvið
Alþýðusamband Íslands