Bakkinn Vöruhótel
Bakkinn Vöruhótel
Bakkinn Vöruhótel

Svæðisstjóri

Bakkinn Vöruhótel leitar að drífandi og ábyrgum einstaklingi í starf svæðisstjóra.

Starfið felur í sér að fara með daglega verkstjórn, framfylgja þjónustustöðlum og verkferlum, veita hópstjórum og starfsfólki stuðning og þjálfun, ásamt því að tryggja að öll verkefni séu unnin á öruggan og skilvirkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fara með daglega verkstjórn.
  • Framfylgja þjónustustöðlum og verkferlum.
  • Skipulag vakta og starfsmannamál í samráði við viðskiptastjóra.
  • Tryggja að öryggismál séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
  • Stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu vinnuumhverfi.
  • Annast samskipti og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af stjórnun og leiðtogahæfni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Góður skilningur á íslensku eða ensku sem tryggir skilvirk samskipti.
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi.
  • Reynsla sem nýtist í starfi.

Fríðindi í starfi:

  • Aðgangur að velferðarþjónustu Bakkans.
  • Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, Elko og Lyfju.
  • Styrkur til heilsueflingar.
  • Niðurgreiddur hádegismatur.

Næsti yfirmaður svæðisstjóra er viðskiptastjóri.

Um Bakkann Vöruhótel:

Bakkinn er stoðfélag innan Festi samstæðunar og veitir rekstrarfélögum Festi þjónustu með vöruhýsingu og dreifingu. Bakkinn rekur tvö vel útbúin vöruhús í Klettagörðum 13 og Skarfagörðum 2 og leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi fyrir alla starfsmenn.

Umsóknarfrestur:

Umsóknafrestur er til og með 20. janúar 2025.

Hvetjum alla áhugasama sem uppfylla ofangreindar kröfur til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Ingvi Einarsson, forstöðumaður reksturs og þjónustu, sveinn@bakkinn.is

Bakkinn Vöruhótel starfrækir vottað jafnlaunakerfi og skuldbindur sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Leiðtogahæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar