Ískraft
Ískraft
Ískraft

Liðsauki í vöruhús

Hefur þú áhuga á starfa með skemmtilegum hóp þar sem eru mikil samskipti og við fjölbreytt verkefni? Ef svo er, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Vegna mikilla umsvifa þá leitum við að hörkuduglegum og drífandi einstakling sem býr yfir mikilli þjónustulund og hefur jákvætt hugarfar til að starfa í vöruhúsi Ískrafts á Höfðabakka.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýju og glæsilegum höfuðstöðvum Ískrafts. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins. Við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Athugið að ekki er umsóknarfrestur heldur verður unnið úr umsóknum um leið og þær berast.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tiltekt og afgreiðsla á pöntunum
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
  • Önnur almenn störf á lager
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af lagerstörfum er kostur
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Lyftarapróf er kostur
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt10. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LyftaraprófPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar