Freyja
Freyja

Starfsmaður á lager

Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi sem framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða bæði á Íslandi og erlendis. Hjá Freyju starfa um 50 manns af öllum uppruna á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.

Freyja leitar nú eftir ábyrgum og traustum einstaklingi sem náð hefur a.m.k. 20 ára aldri í tiltekt pantana og á lager fyrirtækisins.

Við leitum að kraftmiklum og duglegum einstaklingi sem hefur góða aðlögunarhæfni, ríka þjónustulund og með nákvæm og skipulögð vinnubrögð, getu til að starfa sjálfstætt og í góðu samstarfi við aðra starfsmenn.

Lyftarapróf er nauðsyn.

Leitum eftir einstaklingi sem getur hafið störf strax.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tínsla á pöntunum
  • Afgreiðsla pantana
  • Tiltekt á lager
  • Önnur tilfallandi lagerstörf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vinnuvéla réttindi (lyftarapróf) nauðsynlegt
  • Meirapróf kostur
  • Stundvísi og skipulagshæfni
  • Íslensku kunnátta eða góð færni í ensku
  • Framúrskarandi þjónustuvilji
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.LyftaraprófPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar