Starfsmaður á lager
Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi sem framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða bæði á Íslandi og erlendis. Hjá Freyju starfa um 50 manns af öllum uppruna á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.
Freyja leitar nú eftir ábyrgum og traustum einstaklingi sem náð hefur a.m.k. 20 ára aldri í tiltekt pantana og á lager fyrirtækisins.
Við leitum að kraftmiklum og duglegum einstaklingi sem hefur góða aðlögunarhæfni, ríka þjónustulund og með nákvæm og skipulögð vinnubrögð, getu til að starfa sjálfstætt og í góðu samstarfi við aðra starfsmenn.
Lyftarapróf er nauðsyn.
Leitum eftir einstaklingi sem getur hafið störf strax.
- Tínsla á pöntunum
- Afgreiðsla pantana
- Tiltekt á lager
- Önnur tilfallandi lagerstörf
- Vinnuvéla réttindi (lyftarapróf) nauðsynlegt
- Meirapróf kostur
- Stundvísi og skipulagshæfni
- Íslensku kunnátta eða góð færni í ensku
- Framúrskarandi þjónustuvilji