Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á skrifstofu.
Kjarnastarfsemi Siðmenntar felst m.a. í fjölbreyttri athafnaþjónustu, en félagið hefur á snærum sínum stóran hóp athafnastjóra sem stýrir húmanískum nafngjafar-, giftingar-, fermingar- og útfararathöfnum. Félagið stendur jafnframt fyrir tækifærisviðburðum af ýmsu tagi og starfar í náinni samvinnu við önnur húmanistafélög á heimsvísu.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífssýn. Miðað er við 50% - 80% starfshlutfall.
Verkefnastjóri vinnur með framkvæmdastjóra að utanumhaldi og skipulagningu athafna og viðburða, auk eflingar samstarfs við hagaðila og uppbyggingar rekstrar félagsins.
Um ræðir spennandi starf hjá lífsskoðunarfélagi í örum vexti og mun verkefnastjóri fá tækifæri til að móta starfið og þjónustuna.
Utanumhald og útdeiling athafna og almenn umsýsla við athafnir.
Samskipti við þjónustuþega, athafnastjóra, samstarfsaðila og aðra hagaðila.
Skipulagning námskeiða, þjálfunar, fræðslu og símenntunar.
Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd viðburða félagsins, (fermingarathafna, funda, ráðstefna o.s.frv.).
Markaðsmál athafnaþjónustu og annarra þátta í starfsemi félagsins.
Áframhaldandi uppbygging gæðamála (innleiðing og uppfærsla verkferla, gátlista og verklagsreglna).
Önnur tilfallandi verkefni.
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
Frumkvæði og metnaður; skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði, menntun/vottun kostur.
Reynsla af utanumhaldi og framkvæmd viðburða er skilyrði.
Góð almenn tölvufærni. Canva, Google Workspace, Microsoft 365.
Þekking og reynsla af markaðsmálum og starfi félagasamtaka er kostur.
Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Færni í fleiri tungumálum kostur.
Samsömun með húmanískum gildum og almennur áhugi er skilyrði og þekking á starfi Siðmenntar er kostur.