Fulltrúi í skráningu umferðaslysa
Samgöngustofa óskar eftir að ráða fulltrúa við skráningu og greiningu umferðarslysa og umferðaróhappa í öryggis- og fræðsludeild sem er innan stjórnsýslusviðs stofnunarinnar.
Starfshlutfall er 100%.
Starfið felst fyrst og fremst í því að lesa yfir lögregluskýrslur um umferðarslys og umferðaróhöpp og greina orsök og aðstæður og skrá í opinberan slysagagnagrunn Samgöngustofu. Sá gagnagrunnur er svo notaður sem grundvöllur undir fræðslu og forvarnir hjá stofnuninni. Auk þess getur nýr starfsmaður komið að öðrum verkefnum deildarinnar.
-
Stúdentspróf.
-
Frekari menntun sem nýtist í starfi er kostur.
-
Áhugi á samgöngumálum.
-
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
-
Hafi góða þekkingu og færni í íslensku og ensku bæði ræðu og riti.
-
Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum eru áskilin. Geti unnið bæði sjálfstætt og í hópi.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.