Sérfræðingur í flugrekstrar- og skírteinadeild
Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í flugrekstrar- og skírteinadeild flugsviðs hjá Samöngustofu.
Starfshlutfall er 100%.
Meðal helstu verkefna eru eftirlit í flugstarfsemi, leyfisveitingar og þróun verkferla. Við leitum að starfsmanni sem á auðvelt með að takast á við ný og ólík verkefni og er tilbúinn að vinna í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Ennfremur reynir á frumkvæði hvað varðar stöðugar umbætur í starfi deildarinnar og framþróun verkefna.
-
Háskólamenntun og/eða önnur menntun á sviði flugs sem nýtist í starfi.
-
Þekking og reynsla tengd flugstarfsemi.
-
Reynsla og/eða þekking af eftirliti og gæða- og öryggisstjórnunarkerfum er mikill kostur.
-
Hæfni til að tjá sig í rituðu og mæltu máli skilyrði.
-
Greiningarhæfni og góð almenn tölvukunnátta.
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
-
Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum eru áskilin. Geta unnið bæði sjálfstætt og í hópi.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.