Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Financial Controller | Embla Medical

Viltu taka þátt í verkefnum með það að leiðarljósi að bæta hreyfanleika fólks?

Fjármálasvið Embla Medical (Össur) leitar að einstaklingi í uppgjörsteymi félagsins. Uppgjörsteymið útbýr samstæðuuppgjör Embla Medical og ber ábyrgð á að útvega stjórnendum og öðrum áreiðanleg fjárhagsleg gögn. Teymið vinnur einnig að því að samræma og bæta fjárhagsferla félagsins, innleiða ný félög samstæðunnar í fjárhagsferla og hefur yfirumsjón með endurskoðun.

Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Embla Medical er móðurfélag Össurar, College Park og FIOR & GENTZ.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Taka þátt í gerð samstæðuuppgjörs Emblu Medical 

  • Tryggja áreiðanleika gagna 

  • Vinna að lausn ýmissa fyrirspurna tengdum bókhaldi og uppgjörum 

  • Aðstoða önnur svið með fjárhagsupplýsingar 

  • Innleiðing nýrra félaga í fjárhagsferla 

  • Leiða og taka þátt í ýmsum umbótaverkefnum 

  • Vinna með endurskoðendum 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í viðskiptafræði, fjármálum eða sambærilegu 

  • A.m.k. 5 ára starfsreynsla æskileg 

  • Góð þekking og reynsla af bókhaldi og fjárhagsgreiningum 

  • Góð þekking og reynsla af Microsoft Excel 

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

  • Mjög góð enskukunnátta 

Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar