Full Stack / Back-End / AWS DevOp
Parka þróar hugbúnað á sviðum myndgreiningar, bókunar- og greiðslulausna ásamt öðrum viðskiptalausnum sem fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar nýta sér m.a. til innheimtu og greiðslu á þjónustu- og bílastæðagjöldum fyrir ferðamannastaði og önnur afmörkuð svæði.
Tæknistakkur félagsins keyrir í AWS, nýtir m.a. Django bakenda og Lambda þjónustur í node og Python. Framendar okkar nota Typescript og JavaScript framework á borð við Vue, Angular eða einföld Bootstrap viðmót og gögn eru flutt á milli með REST og Graphql þjónustum ásamt því að nýta Django templates.
Við leitum að aðila sem getur tekið þátt í þróa áfram og skala upp undirliggjandi þjónustur okkar í takt við fjölgun notenda, lausna og markaðssvæða félagsins.
- Reynsla af AWS umhverfinu
- Reynsla í Python þróun
- Þekking á Linux umhverfum
- Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Rekstur bakendakerfa í Django eða sambærilegt
Þáttaka í bónusa- og kaupréttarplönum félagsins.