Hugbúnaðarþróun
Viltu taka þátt í að þróa nútímalegar tæknilausnir sem hafa áhrif á fjölda viðskiptavina.
Við leitum að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi í öflugt þróunarteymið í upplýsingatæknideild Festi til að vinna að app- og vefþróun hjá Festi og dótturfélögum. Festi er móðurfélag N1, Krónunnar, Lyfju, ELKO, Bakkans og Yrkis.
Innan upplýsingatæknideildar eru sérfræðingar sem þróa lausnir sem allir þekkja eins og vefverslun ELKO, snjallverslun Krónunnar, Krónu appið, N1 vefverslun og N1 appið.
Helstu verkefni
- Þróun á snjallforritum og vefverslunum
- Þróun á stafrænum lausnum til aukinnar sjálfvirkni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Tveggja ára reynsla í app- og/eða vefþróun
- Reynsla sem nýtist fyrir tæknistakk Festi
- Kostur að geta unnið í bæði fram- og bakenda
- Geta til að vinna sjálfstætt sem og í góðu teymi
Tæknistakkur
- Python/Django
- React
- Flutter
- .NET
- Rest API
- AWS
- PostgreSQL
- Redis
- Docker
- ASB
Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1. Í mötuneyti er frábær hádegismatur ásamt morgunmat.
Nánari upplýsingar veitir Linda Kristmannsdóttir Forstöðumaður upplýsingatækni (linda@festi.is) Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2025 eða þegar réttur aðili finnst.