Veðurstofa Íslands
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni
Veðurfræðingur
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða veðurfræðing í vaktavinnu á deild veðurspár og náttúruvárvöktunar á sviði þjónustu- og rannsókna. Veðurfræðingar eru hluti af öflugu teymi vísindafólks og sérfræðinga Veðurstofunnar sem gegna lykilhlutverki við vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Vinnuumhverfið er krefjandi en um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustarf og eru vaktir unnar á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð og útgáfa reglubundinna almennra veðurspáa fyrir land og sjó
- Vöktun og útgáfa viðvaranir vegna veðurvár, veðurtengdrar vár og hafíss
- Veðurspágerð vegna flugs
- Vöktun íslenska flugstjórnarsvæðisins með tilliti til veðurs og eldgosaösku
- Útgáfa flugvallaviðvarana
- Almenn upplýsingamiðlun
- Upplýsingamiðlun vegna flugs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði náttúru- og/eða raunvísinda, eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun er kostur
- Greiningarhæfni gagna og gott vald á úrvinnslu þeirra
- Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum
- Hæfni til að miðla upplýsingum
- Góð tölvufærni
- Skipulagshæfni og nákvæmni
- Geta til að vinna undir álagi
- Hæfni til að taka skjótar ákvarðanir og sýna frumkvæði
- Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Bústaðavegur 9, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Sumarstörf fyrir háskólanema í jarðvísindum og verkfræði
ÍSOR
Sumarstörf 2025 - háskólanemar
Landsnet hf.
Sumarstörf 2025 - Höfuðstöðvar og útibú
Íslandsbanki
Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Garðabær
Verkefnastjóri í fasteignaumsjón
Vegagerðin
Náttúruvársérfræðingur
Veðurstofa Íslands
Growth Operations Manager
Abler - Sport Matters
Sumarstarf 2025 | Summer Job 2025
Embla Medical | Össur
Lagna- og loftræsihönnuður
Pascal ehf.
Starfsmaður í nýsköpunar- og þróunardeild
Héðinn
Sérfræðingur - Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankinn
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.