Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Veðurfræðingur

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða veðurfræðing í vaktavinnu á deild veðurspár og náttúruvárvöktunar á sviði þjónustu- og rannsókna. Veðurfræðingar eru hluti af öflugu teymi vísindafólks og sérfræðinga Veðurstofunnar sem gegna lykilhlutverki við vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Vinnuumhverfið er krefjandi en um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustarf og eru vaktir unnar á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerð og útgáfa reglubundinna almennra veðurspáa fyrir land og sjó
  • Vöktun og útgáfa viðvaranir vegna veðurvár, veðurtengdrar vár og hafíss
  • Veðurspágerð vegna flugs
  • Vöktun íslenska flugstjórnarsvæðisins með tilliti til veðurs og eldgosaösku
  • Útgáfa flugvallaviðvarana
  • Almenn upplýsingamiðlun
  • Upplýsingamiðlun vegna flugs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði náttúru- og/eða raunvísinda, eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun er kostur
  • Greiningarhæfni gagna og gott vald á úrvinnslu þeirra
  • Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að miðla upplýsingum
  • Góð tölvufærni
  • Skipulagshæfni og nákvæmni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Hæfni til að taka skjótar ákvarðanir og sýna frumkvæði
  • Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bústaðavegur 9, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar