Náttúruvársérfræðingur
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðinga í vöktun náttúruvár, tímabundið til eins árs. Náttúruvársérfræðingar eru hluti af öflugu teymi vísindafólks og sérfræðinga Veðurstofunnar sem gegna lykilhlutverki við vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Vinnuumhverfið er krefjandi en náttúruvársérfræðingar njóta stuðnings færustu sérfræðinga landsins á sviði náttúruvár sem hafa aðgang að víðfeðmum og háþróuðum vöktunarkerfum sem sýna ástand náttúrunnar í rauntíma. Um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustarf og eru vaktir unnar á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring.
Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár.
- Rauntímavöktun á eldfjöllum og jarðskjálftavirkni á Íslandi.
- Vöktun á vatnsföllum og jöklum m.t.t. jökulhlaupahættu.
- Fylgjast með veðurspá m.t.t. til hættu á rigningar- eða leysingaflóðum í ám.
- Reglulegar veðurathuganir og almenn vöktun á veðri.
- Fylgjast með ástandi mælanets sem snýr að náttúruvárvöktun.
- Gagnagreining og frágangur gagna.
- Útgáfa tilkynninga og skýrslna um náttúruvá.
- Miðlun upplýsinga til almennings, fjölmiðla og hagsmunaaðila, þ.m.t. fjölmiðlaviðtöl og útvarpslestur
- Háskólapróf á sviði náttúru- og/eða raunvísinda, eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun kostur.
- Greiningarhæfni gagna og gott vald á úrvinnslu þeirra.
- Góð tölvufærni.
- Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að miðla upplýsingum.
- Skipulagshæfni og nákvæmni.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Hæfni til að taka skjótar ákvarðanir og sýna frumkvæði.
- Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.