Sumarstörf fyrir háskólanema í jarðvísindum og verkfræði
Við leitum að metnaðarfullum háskólanemum í sumar. Störfin fela í sér vinnu í fjölbreyttum verkefnum á sviði jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði og verkfræði. Verkefni geta falið í sér ýmsar mælingar og rannsóknir úti í mörkinni og þátttöku í faglegum rannsóknarverkefnum.
Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi í jarðvísindum eða verkfræði.
Einkunnarorð stefnu ÍSOR er sjálfbærni í verki og er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda.
Við bjóðum:
- Þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
- Góðan hóp samstarfsfólks.
- Vinnu í alþjóðlegu umhverfi.
- Nútímalega vinnuaðstöðu.
Um er að ræða 100% starf í 2-3 mánuði á skrifstofu ÍSOR, annaðhvort í Kópavogi eða á Akureyri. Starfið getur falið í sér útivinnu og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2025. Smelltu hér til að sækja um. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustu, netfang valgerdur.gunnarsdotti@isor.is
ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna sem miða að því að koma jörðinni og fólki til góða.
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.