Verkefnastjóri endurbótaverkefna á Norðurlandi
Við hjá Landsvirkjun leggjum áherslu á að endurbæta og viðhalda aflstöðvum okkar, til að lengja líftíma raf- og vélbúnaðar og nýta hann eins og best verður á kosið. Við leitum að metnaðarfullum verkefnastjóra á Norðurlandi til að leiða verkefni tengd endurbótum á stjórn- og rafbúnaði í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Starfið heyrir undir endurbótadeild á framkvæmdasviði og er verkefnastjórinn með starfsstöð á Akureyri.
Nýr starfskraftur verður í öflugu teymi reyndra verkefnastjóra og mun leiða verkefni frá undirbúningi í gegnum hönnun, útboð og framkvæmd á verkstað. Við leitum að einstaklingi með drifkraft, umbótavilja og getu til að starfa sjálfstætt að úrlausn tæknilega flókinna verkefna. Lipurð í samskiptum og samstarfi er lykilhæfni sem við leggjum sérstaka áherslu á.
- Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefna- eða teymisstjórnun í framkvæmdaverkefnum
- Reynsla og þekking á stjórn- og rafbúnaði
- Drifkraftur, skilvirkni og framúrskarandi samskiptahæfni
- Þekking á orkuvinnslu og -flutningi, framleiðslu eða iðnaði er kostur