Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins.
Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur hagfræðinga og lögfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum.
Vilt þú taka þátt í mótun samkeppnisréttar?
Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í mótun samkeppnisréttar á Íslandi. Lögfræðingar Samkeppniseftirlitsins taka þátt í og bera ábyrgð á rannsóknum og úrlausnum samkeppnismála á ýmsum sviðum atvinnulífsins ásamt því að sinna öðrum áhugaverðum verkefnum og lögfræðilegum úrlausnarefnum á sviði samkeppnisréttar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á trausta lögfræðilega þekkingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rannsókn og úrlausn samkeppnismála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins
- Greining og úrlausn annarra lögfræðilegra álitaefna
- Greiningar á mörkuðum og samkeppnisstöðu fyrirtækja
- Skrif álita og skýrslna auk umsagna til Alþingis og ráðuneyta
- Þátttaka í erlendu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
- Reynsla af samkeppnis- eða stjórnsýslurétti
- Reynsla og þekking á Evrópurétti kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði við úrlausn viðfangsefna
- Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni í samskiptum og þverfaglegri samvinnu
- Geta til að vinna undir álagi
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, í mæltu og rituðu máli. Þekking á Norðurlandamáli kostur
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)
Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Íslandsbanki
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - löglærður fulltrúi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Lögmaður
Embætti borgarlögmanns
Verkefnastjóri erlends samstarfs - Brussel
Samorka
Lögfræðingur hjá KPMG Law - Akureyri
KPMG Law ehf.
Officer - Intellectual property and legal issues - TRD VA 18
EFTA Secretariat