Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - löglærður fulltrúi
Staða löglærðs fulltrúa við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum er laus til umsóknar.Um er að ræða um 60% starfshlutfall með mögulegri hækkun starfshlutfalls síðar.
Starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Patreksfirði.
Starfið felst einkum í lögfræðilegum verkefnum sem varða sjóði og stofnanir samkvæmt staðfestri skipulagsskr, sbr. lög nr. 19/1988 og trú- og lífsskoðunarfélög, sbr. lög nr. 108/1999 auk annarra verkefna sem sýslumenn sinna.
-
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
-
Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og vinna undir álagi.
-
Samvinnu- og samskiptahæfni, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
-
Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
-
Góð tölvukunnátta.
-
Starfsreynsla sem nýtist í starfi er kostur.
-
Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
-
Góð enskukunnátta.
-
Reynsla af fjárhagsbókhaldi er kostur.