Lögfræðingar
Kærunefnd útlendingamála óskar eftir að ráða lögfræðinga til starfa tímabundið í 12 mánuði.
Hlutverk kærunefndar útlendingamála er að úrskurða í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli laga um útlendinga nr. 80/2016. Stærsti málaflokkur nefndarinnar varðar umsóknir um alþjóðlega vernd en nefndin úrskurðar einnig í dvalarleyfismálum, málum tengdum brottvísunum, frávísunum og vegabréfsáritunum.
Kærunefnd útlendingamála er metnaðarfullur vinnustaður með öflugt teymi starfsmanna og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Möguleiki er á að sinna starfinu án staðsetningar. Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Undirbúningur og ritun úrskurða.
-
Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða grunn- og meistarapróf
-
Þekking á löggjöf um dvalarleyfi útlendinga og/eða á flóttamannarétti æskileg
-
Góð þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af úrskurðarvinnu innan stjórnsýslunnar æskileg
-
Gott vald á íslensku, sérstaklega hvað varðar framsetningu lögfræðilegrar röksemdafærslu
-
Góð þekking á ensku
-
Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
-
Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum