Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Lögfræðingur

Lögfræðiteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara leitar að öflugum lögfræðingi. Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf sem reynir á ýmis réttarsvið lögfræðinnar.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Reykjavík á komandi árum og fær viðkomandi tækifæri til að vinna að framgangi hennar í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Verkefni teymisins eru afar fjölbreytt, en meðal þess sem teymið ber ábyrgð á er gerð uppbyggingarsamninga og umsjón með úthlutun lóða hjá Reykjavíkurborg. Auk þess tekur teymið virkan þátt í fjölbreyttum borgarþróunarverkefnum og innleiðingu Græna plans Reykjavíkurborgar. Teymið er hluti af skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samningagerð, stefnumótun, verkefnastjórnun og fyrirsvar vegna þróunar- og uppbyggingarverkefna.​
  • Yfirferð og gerð reglna og skilmála fyrir lóðir. ​
  • Lögfræðilegar álitsgerðir, ráðgjöf og umsagnir vegna verkefna lögfræðiteymis.​
  • Meðferð stjórnsýslumála og annarra mála sem heyra undir verkefni lögfræðiteymis.​
  • Samskipti við íbúa, lögmenn, úrskurðarnefndir og önnur stjórnvöld í tengslum við verkefni teymisins.
  • Undirbúningur mála fyrir borgarráð.​

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf eða embættispróf í lögfræði.​
  • Haldbær þekking og reynsla af samningagerð og skjalagerð. ​
  • Þekking og reynsla af vinnu á sviði eignarréttar auk samninga- og kröfuréttar er æskileg.​
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, ábyrgð, sveigjanleiki, samskiptalipurð og góð framkoma.​
  • Hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Íslensku- og enskukunnátta á stigi C1 - C2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stjórnsýslurétti og þinglýsingum er kostur.​

Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur22. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar