Íslandsbanki
Íslandsbanki
Íslandsbanki

Lögfræðingur á Lögfræðisviði

Lögfræðideild Íslandsbanka leitar að lögfræðingi til að sinna lögfræðiráðgjöf og úrlausn lögfræðilegra álitaefna í starfsemi bankans. Helstu verkefni felast í ráðgjöf og skjalagerð vegna inn- og útlána til neytenda og fyrirtækja, auk almennrar lögfræðiráðgjafar varðandi önnur dagleg bankaviðskipti.

Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, fagmennsku og góða þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Úrlausn lögfræðilegra álitaefna og innri ráðgjöf vegna almennra bankaviðskipta einstaklinga og fyrirtækja, m.a. í tengslum við kröfur laga um neytendalán og fasteignalán til neytenda
  • Almenn lögfræðiráðgjöf
  • Yfirferð og gerð skilmála og vinnuleiðbeininga
  • Samninga- og skjalagerð
  • Samskipti við samstarfsaðila og viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í lögfræði
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi, s.s. hjá fjármálafyrirtæki, er mikill kostur
  • Þekking á löggjöf um neytendalán og fasteignalán til neytenda er kostur, auk þekkingar og reynslu á sviði fjármunaréttar og félagaréttar
  • Góð hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar