Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Lögfræðingur á Lögfræðisviði
Lögfræðideild Íslandsbanka leitar að lögfræðingi til að sinna lögfræðiráðgjöf og úrlausn lögfræðilegra álitaefna í starfsemi bankans. Helstu verkefni felast í ráðgjöf og skjalagerð vegna inn- og útlána til neytenda og fyrirtækja, auk almennrar lögfræðiráðgjafar varðandi önnur dagleg bankaviðskipti.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, fagmennsku og góða þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Úrlausn lögfræðilegra álitaefna og innri ráðgjöf vegna almennra bankaviðskipta einstaklinga og fyrirtækja, m.a. í tengslum við kröfur laga um neytendalán og fasteignalán til neytenda
- Almenn lögfræðiráðgjöf
- Yfirferð og gerð skilmála og vinnuleiðbeininga
- Samninga- og skjalagerð
- Samskipti við samstarfsaðila og viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í lögfræði
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi, s.s. hjá fjármálafyrirtæki, er mikill kostur
- Þekking á löggjöf um neytendalán og fasteignalán til neytenda er kostur, auk þekkingar og reynslu á sviði fjármunaréttar og félagaréttar
- Góð hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiTextagerðVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (6)
Lögfræðingur
Knattspyrnusamband Íslands
Officer - Intellectual property and legal issues - TRD VA 18
EFTA Secretariat
Lögfræðingur þingflokks
Þingflokkur Flokks fólksins
Lögfræðingar
Kærunefnd útlendingamála
Lögfræðingur
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar
Hagvangur