
Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Hraðþjónustufulltrúar
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum í starf hraðþjónustufulltrúa einstaklinga í útibú Íslandsbanka á Suðurlandsbraut og í útibú í Norðurturni.
Viðkomandi þurfa að vera áhugasöm og hafa vilja til að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu. Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina
- Aðstoð í stafrænum lausnum bankans
- Gjaldkera afgreiðslur
- Ráðgjöf um fjármál einstaklinga
- Veita framúrskarandi þjónustu
- Sala á vörum bankans
- Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun kostur en ekki skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulipurð og samskiptahæfni
- Tölvukunnátta og skipulagshæfni
- Nákvæmni og talnaskilningur
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framtíðarstarf á Egilsstöðum
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sölu- og þjónusturáðgjafi í Reykjavík
VÍS

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Ísafirði
VÍS

Sölu- og þjónusturáðgjafi í Reykjanesbæ
VÍS

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Egilsstöðum
VÍS

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Selfossi
VÍS

Okkur vantar liðsauka í tjónaþjónustu VÍS í Reykjavík
VÍS

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Farþegaafgreiðsla á Keflavíkurflugvelli - Sumarstörf 2026
Icelandair

Þjónustufulltrúi
Terra hf.

Fulltrúi í Sölu- og þjónustuver AVIS
Avis og Budget