Embætti borgarlögmanns
Embætti borgarlögmanns
Embætti borgarlögmanns

Lögmaður

Tvö störf lögmanna hjá embætti borgarlögmanns eru laus til umsóknar.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Áhersla er lögð á símenntun og miðlun þekkingar milli starfsfólks. Hjá embætti borgarlögmanns, sem er með aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur, starfa níu lögmenn auk verkefnastjóra.

Um er að ræða fullt starf og greiðast laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags lögfræðinga. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Með umsókn skal fylgja afrit af málflutningsréttindum, ítarleg starfsferilskrá, sem sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur til að gegna starfinu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ebba Schram borgarlögmaður í síma 411-4100 eða í gegnum netfangið ebba.schram@reykjavik.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg ráðgjöf, þ.m.t. álitsgerðir og umsagnir til borgarstjórnar, borgarráðs, innkaupa- og framkvæmdaráðs, borgarstjóra, sviða og stofnana Reykjavíkurborgar
  • Fyrirsvar og hagsmunagæsla fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar fyrir dómstólum og eftirlits- og úrskurðaraðilum
  • Undirbúningur dómsmála og málflutningur
  • Meðferð stjórnsýslumála
  • Meðferð innkaupamála
  • Samningagerð, yfirlestur samninga og önnur skjalagerð
  • Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg
  • Uppgjör slysa- og skaðabótakrafna á grundvelli kjarasamninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði
  • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum
  • Góð þekking á stjórnsýslurétti
  • Reynsla af málflutningi æskileg
  • Sveigjanleiki, samstarfshæfni og hæfni til að afla sér nýrrar þekkingar og setja sig inn í ólíka málaflokka
  • Gott vald á íslensku og góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti
  • Skipuleg og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Sundkort
  • Menningarkort
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur4. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar