Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Leiðsögunám - Ísland alla leið

Meginmarkmið leiðsögunámsins er að nemendur öðlist staðgóða þekkingu og færni til að geta sinnt starfi leiðsögumanns af fagmennsku og í samræmi við Evrópustaðalinn ÍST EN 15565:2008.

Námið skiptist á þrjár annir og er skipulagt þannig að hægt sé að sinna því samhliða starfi og óháð búsetu. Á hverri önn eru þrjár staðlotur en þess á milli stunda nemendur nám í gegnum Canvas kennsluvef skólans. Fyrirlestrar og annað kennsluefni verður aðgengilegt á kennsluvefnum og munu fyrirlestrar birtast nemendum þar á mánudögum og þriðjudögum. Að auki munu kennarar í einstökum námskeiðum boða til fjarfunda með nemendum.

Skyldumæting er í staðlotur á Akureyri sem eru alla jafnan frá hádegi á fimmtudegi til seinni parts á sunnudegi en þá er m.a. farið í æfingaferðir. Sömuleiðis verða allir nemendur að taka þátt í hringferð um landið í lok vorannar 2026.

Kennsla fer fram á íslensku.

Hefst
9. jan. 2025
Tegund
Staðnám og fjarnám
Verð
790.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar