Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Að temja tæknina - Nýttu gervigreind í starfi

Símenntun Háskólans á Akureyri, í samstarfi við Erdos Research, kynnir með stolti metnaðarfullt námskeið í hagnýtingu gervigreindar. Þetta einstaka tækifæri gefur þátttakendum innsýn í nýjustu þróun gervigreindar og hvernig hægt er að nýta hana á árangursríkan hátt í fjölbreyttum starfsgreinum.

Námskeiðið er í 100% fjarnámi þar sem notast er við upptökur, umræðutíma á zoom og verkefni. Námskeiðið er 3 vikur.

Gervigreind er að umbylta vinnumarkaðinum og skapar ný tækifæri fyrir þá sem kunna að nýta sér hana. Það er ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf munu skapast í framtíðinni en við getum verið viss um að ný tækifæri munu opnast. Með því að tileinka sér þessa tækni geta einstaklingar:

·      Einföldun flókinna verkefna og aukið skilvirkni

·      Unnið úr gríðarlegu magni upplýsinga á stuttum tíma

·      Ný tækni og tölvulausnir sem áður voru utan þeirra þekkingarsviðs

·      Aukið verðmæti sitt sem starfskraftar

·      Tekist á við fjölbreyttari og krefjandi verkefni

Námskeiðið miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir þessar breytingar og gera þá hæfari í að nýta gervigreind til að auka gæði og framleiðni í sínu starfi.

Hefst
21. okt. 2024
Tegund
Fjarnám
Verð
60.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar