Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Stjórnendanám Lota 1

Stjórnendanámið er endurmenntun fyrir stjórnendur og millistjórnendur. Kröfur í nútíma rekstri eru miklar og veröldin breytist á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu til að sinna starfinu sem skyldi. Heildarnámið eru 5 lotur og verð 950.000 kr en hægt er að skrá sig í stakar lotur. Lota 1 hefst 5. janúar Vinnumarkaðurinn þarf stjórnendur og millistjórnendur sem hafa rétt verkfæri á höndum sér til að bregðast við breytingum jafnhratt og þær koma. Ef eina verkfærið í boði er hamar verða öll vandamálin nagli. Með því að búa yfir góðri verkfærakistu er hægt að bregðast við ólíkum vandamálum á mismunandi hátt sem leiðir af sér betri og skilvirkari stjórnun. Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?" Farið er í hvernig þú getur bætt þig sem stjórnanda gagnvart starfsfólki þínu og/eða yfirmönnum. Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda, hvernig þú getur unnið með þína hæfileika og hvernig þú getur bætt þína veikleika.

Hefst
5. jan. 2025
Tegund
Fjarnám
Tímalengd
12 skipti
Verð
190.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar