Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Heildræn öndun (e. Holistic breathwork)

Viltu læra um öndunarvinnu (e.Breathwork)? Prófa sjálf/t/ur og læra helstu atriði svo þú getir notast við öndunarvinnu í lífi og starfi, ef svo þá er þetta námskeið fyrir þig.

Farið er í undirstöðuatriði öndunarvinnu, ólíkar stöður og æfingar eru kynntar. Aðgangur er opinn í 60 daga og hægt að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Námskeið er fyrir alla sem vilja læra um og tileinka sér öndunarvinnu.

Aðferðirnar eru verkfæri til þess að losa um kvíða, ótta, streitu, pirring og hugsanir sem þjóna fólki ekki lengur. Að sleppa tökum á því sem þjónar ekki lengur og finna fyrir sjálfinu á kröftugan hátt.

Helsti ávinningur með öndunarvinnu er að hún sameinar huga, líkama og hjarta. Það nærir líkama okkar með súrefnisgjöf í frumum okkar, stuðlar að lækningu og eykur ónæmiskerfið. Samtímis róar það huga okkar, stanslaust þvaður og gerir okkur kleift að komast inn í ástand djúprar slökunar.

Tegund
Fjarnám
Verð
14.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar