Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Jákvæð sálfræði

Á námskeiðinu lærum við hvernig verkfæri jákvæðrar sálfræði geta hjálpað í hinu hversdagslega lífi. Farið er yfir helstu hugtök og hvernig jákvæð sálfræði er hagnýtt. Farið er yfir hamingjurannsóknir og hvað við getum við lært af þeim sem mælast hamingjusamastir, en fyrst og fremst reynum við á eigin skinni æfingar og inngrip úr fræðunum.

Þátttakendur halda dagbók og fá vikuleg verkefni. Mikilvægt er að þátttakendur mæti á zoom fundi námskeiðsins sem eru einu sinni í viku.

Markmið námskeiðsins er að auka sjálfsþekkingu og eigin hamingjuvaka.

Á námskeiðinu er talsvert lagt upp með virkni þátttakenda og umræðum.

Hefst
10. feb. 2025
Tegund
Fjarnám
Tímalengd
5 skipti
Verð
39.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar