Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Leiðsögn í klínísku námi

Megintilgangur námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar sem sinna leiðsögn á heilbrigðisstofnunum öðlist frekari þekkingu og færni til að auðvelda nemendum og nýliðum að tengja fræði og starf. Námskeiðið fylgir Evrópustöðlum í klínískri leiðsögn.

Áhersla verður lögð á samskipti, fagmennsku og siðfræði í starfi. Ígrundun er kynnt sem aðferð við að samþætta fræði og starf og við þróun samskipta. Þá verður nýtingu rannsókna í starfi og breytingaferli gerð skil.

Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar í námsumsjónarkerfi HA (Canvas). Umræðu- og leiðsagnartímar fara fram í rafrænu umhverfi.   

Hefst
1. okt. 2024
Tegund
Fjarnám
Verð
130.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar