Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi - Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða fólk með sambærilega menntun í Hæfingarstöðina að Bæjarhrauni. Þar fer fram þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Í boði er 100% framtíðarstarf í dagvinnu. Um er að ræða spennandi-, lærdómsríkt- og framsækið starf með fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðlögun í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að styðja við notkun óhefðbundinna tjáskipta
  • Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
  • Uppsetningu á persónuáætlunum, eftirfylgni þeirra og endurmati á þeim
  • Þátttaka í árlegri uppsetningu á starfsáætlun og eftirfylgni hennar
  • Þátttaka í erlendu samstarfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða sambærileg menntun (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk
  • Samstarfvilji og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Skipulagshæfni og samviskusemi
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Starfsreynsla æskileg
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku einnig æskileg

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446, milli kl. 8-16.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða annað félag í BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar