

Þroskaþjálfi - Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða fólk með sambærilega menntun í Hæfingarstöðina að Bæjarhrauni. Þar fer fram þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Í boði er 100% framtíðarstarf í dagvinnu. Um er að ræða spennandi-, lærdómsríkt- og framsækið starf með fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðlögun í starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að styðja við notkun óhefðbundinna tjáskipta
- Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
- Uppsetningu á persónuáætlunum, eftirfylgni þeirra og endurmati á þeim
- Þátttaka í árlegri uppsetningu á starfsáætlun og eftirfylgni hennar
- Þátttaka í erlendu samstarfi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða sambærileg menntun (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólk
- Samstarfvilji og hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Skipulagshæfni og samviskusemi
- Frumkvæði og þolinmæði
- Almenn tölvukunnátta
- Starfsreynsla æskileg
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku einnig æskileg
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446, milli kl. 8-16.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða annað félag í BHM.
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025.
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
































