

Starfsmaður við félagsstarf aldraðra - Hraunsel
Langar þig að vinna á líflegum vinnustað?
Hjá Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar er laus tímabundin 50% staða í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði eftir hádegi alla virka daga.
Um er að ræða 50% starf, þar sem unnið er frá kl. 12:00 – 16:00 þrjá daga í viku og 13:00-17:00 tvo daga í viku. Æskilegt er að vikomandi geti hafið störf sem fyrst. Um afleysingarstöðu til eins árs er að ræða.
Í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði er í boði metnaðarfull og fjölbreytta dagskrá fyrir eldri borgara.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Samskipti og samvinna við þá sem sækja félagsstarfið.
- Samstarf við nefndir og stjórn innan félags eldri borgara í Hafnarfirði.
- Skapa jákvætt andrúmsloft sem byggir á virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum
- Undirbúningur húsnæðis fyrir mismunandi virkni.
- Tekur þátt í undirbúningi, framkvæmd og frágangi vegna veitingasölu.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af félagsstarfi og/eða félagsstarfi eldri borgara kostur
- Jákvætt viðmót og þjónustulund
- Góð samskipta- og samtarfshæfni
- Góð íslenskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Nánari upplýsingar veita Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri félagsstarfs eldri borgara [email protected] eða í síma 5550142. eða Elín Ósk Baldursdóttir deildarstjóri þjónustu og úrræða [email protected].
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 28.2.2025
Ferilskrá fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





























