Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður við félagsstarf aldraðra - Hraunsel

Langar þig að vinna á líflegum vinnustað?

Hjá Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar er laus tímabundin 50% staða í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði eftir hádegi alla virka daga.

Um er að ræða 50% starf, þar sem unnið er frá kl. 12:00 – 16:00 þrjá daga í viku og 13:00-17:00 tvo daga í viku. Æskilegt er að vikomandi geti hafið störf sem fyrst. Um afleysingarstöðu til eins árs er að ræða.

Í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði er í boði metnaðarfull og fjölbreytta dagskrá fyrir eldri borgara.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Samskipti og samvinna við þá sem sækja félagsstarfið.
  • Samstarf við nefndir og stjórn innan félags eldri borgara í Hafnarfirði.
  • Skapa jákvætt andrúmsloft sem byggir á virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum
  • Undirbúningur húsnæðis fyrir mismunandi virkni.
  • Tekur þátt í undirbúningi, framkvæmd og frágangi vegna veitingasölu.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af félagsstarfi og/eða félagsstarfi eldri borgara kostur
  • Jákvætt viðmót og þjónustulund
  • Góð samskipta- og samtarfshæfni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veita Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri félagsstarfs eldri borgara [email protected] eða í síma 5550142. eða Elín Ósk Baldursdóttir deildarstjóri þjónustu og úrræða [email protected].

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 28.2.2025

Ferilskrá fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar