Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri í félagsmiðstöð – Öldutúnsskóli – Félagsmiðstöðin Aldan

Öldutúnsskóli óskar eftir að ráða í spennandi starf með börnum og unglingum í félagsmiðstöðina Ölduna sem er hluti af tómstundamiðstöð skólans. Félagsmiðstöðin býður börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóla lýkur.

Aldan er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5. - 10. bekk í Öldutúnsskóla og er staðsett í ýmsum rýmum skólans. Aldan leggur áherslu á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga ásamt sértæku hópastarfi og tímabundnum verkefnum. Aldan kemur að mörgum viðburðum bæði innan skólans og í samvinnu við aðrar félagsmiðstöðvar.

Markmið starfsins er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli og að skapa vettvang þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að efla sjálfstraust sitt og félagsfærni. Verkefnastjóri í félagsmiðstöð ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni.

Um er að ræða 50% starf. Vinnutími er að hluta til á kvöldin á virkum dögum og dagvinna að hluta. Fjölbreyttur vinnutími í boði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning á faglegu starfi félagsmiðstöðva
  • Sinna forvörnum með því að vera jákvæð fyrirmynd, fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á börn og unglingana með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi
  • Framkvæmd og skipulag starfsins í samvinnu við deildarstjóra, starfsmenn og börn og unglinga
  • Stuðlar að góðu samstarfi og upplýsingaflæði milli ólíkra aðila
  • Er leiðbeinandi og veitir starfsmönnum leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd vinnunnar
  • Vinnur að samstarfsverkefnum, situr í nefndum og starfshópum sem tengjast starfi tómstundamiðstöðvarinnar
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (BA, B.Ed. eða BS gráða) á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis og menntunarfræða, grunnskólakennarafræða eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2025

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri tómstundastarfs í síma 6645712 eða í gegnum netfangið [email protected]

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur21. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar