

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær óskar eftir ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara í stuðnings- og stoðþjónustuteymi á fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða tímabundna stöðu í sex mánuði með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 100%.
Teymi stuðnings- og stoðþjónustu sér um almenna og sérhæfða þjónustu og ráðgjöf við aldrað fólk, fatlað fólk og fjölskyldur þeirra á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og almenna þjónustu við eldra fólk og aðra sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá er stuðningur til fatlaðra barna og fjölskyldna veittur á grundvelli laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á samstarf með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast faglega ráðgjöf og stuðning við fötluð börn og fjölskyldur þeirra og við fullorðið fatlað fólk
- Annast faglega ráðgjöf og stuðning við eldra fólk sem er í þörf fyrir þjónustu
- Annast móttöku og greiningu umsókna um þjónustu
- Mat á þjónustuþörf í samráði við umsækjanda
- Fyrirlögn mála/umsókna fyrir teymisfundi
- Er í hlutverki málstjóra á grundvelli laga um samþætta þjónustu, þegar það á við
- Samningsgerð vegna þjónustunnar
- Sér um gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana og kemur að því að skipuleggja þjónustu
- Heldur utan um og vinnur skráningar í einstaklingsmálum
- Veitir þjónustunotendum, aðstandendum og fleirum ráðgjöf í málum sem varða þjónustuna
- Hefur frumkvæði og tekur þátt í að þróa úrræði í stuðningsþjónustu
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- BA/BS gráða á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda
- Starfsréttindi í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun, félagsráðgjöf eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði félags- og heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af velferðarmálum sveitarfélaga
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni
- Góð tölvukunnátta
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustuteymis, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2025.
Greinargóð ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.






























