![Leikskólinn Sjáland](https://alfredprod.imgix.net/logo/fe733298-d4bc-495a-b8d4-ecbd2833f1bc.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Sjáland](https://alfredprod.imgix.net/cover/4a07e991-e2e3-460f-b62a-8d69daf61e4f.png?w=1200&q=75&auto=format)
Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Langar þig að hafa áhrif og skipta máli í lífi dýrmætustu íbúa Garðabæjar?
Við leitum að snillingi í fullt starf með það að sjónarmiði að um framtíðarstarf sé að ræða.
Við erum leikskóli í mikilli uppbyggingu, frábært tækifæri til að fá að taka þátt í að byggja upp skólann með frábæru teymi.
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Hún byggir á virðingu fyrir margbreytileika fólks og fjölbreyttum námsaðferðum. Markmiðið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og stuðla að jákvæðri og sterkri sjálfsmynd. Gildi okkar í starfi eru jákvæðni, nákvæmni, sjálfstæði og virðing.
Nú leitum við að góðum einstaklingum til að sinna uppeldi og menntun ungra barna en mikið svigrúm er fyrir sjálfstæði í hugmyndavinnu og verkefnavali. Leikskólinn leggur upp úr því að öll samskipti séu hlý og virðingarrík og að börnunum sé mætt af mikilli alúð og fagmennsku.
Skólinn er staðsettur við ylströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði.
Nánari upplýsingar um skólann má fá í síma 578-1220
Eingöngu kemur til greina að ráða fólk sem hefur lokið B.ed gráðu í leik- eða grunnskólaakennslu, uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða einstaklinga með leyfisbréf í leikskóla/grunnskóla.
Góð hæfni í íslensku er grunnskilyrði
Good Icelandic language skills required
- Uppeldi og menntun nemenda í samræmi við verklag og námsskrá skólans
- Samskipti og samvinna við foreldra
- Taka þátt í að halda upp stefnu skólans með faglegri vinnu
- Kennaramenntun og kennsluréttindi
- Reynsla af kennslu og vinnu með börnum
- Áreiðanleiki, nákvæm vinnubrögð og vinnusemi
- Virðing fyrir nemendum
- Jákvætt viðhorf og framfaramiðað hugarfar
- Vönduð og fagleg framkoma
- Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag
- Hæfni til að afla sér og miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku
- Virk skemmtinefnd og reglulegir viðburðir
- Dagleg útivera
- Stytting vinnuvikunnar eru 2 frídagar í mánuði (öðrum er safnað upp fyrir t.d. frí í dymbilviku og aðra daga þegar nemendur eru í fríi)
- Fríar máltíðir, erum með frábæran verðlaunakokk í starfi
- Mætingarbónus
- Starfsmannaafsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn Garðabæjar
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Heilsuleikskólinn Kór](https://alfredprod.imgix.net/logo/dc8e28c5-c7ad-4ad4-ad7d-9712b519eab0.png?w=256&q=75&auto=format)
![Kársnesskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/8709314a-9c51-4dbe-a27a-365928db4f0d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Kársnesskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/8709314a-9c51-4dbe-a27a-365928db4f0d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Sjáland](https://alfredprod.imgix.net/logo/fe733298-d4bc-495a-b8d4-ecbd2833f1bc.png?w=256&q=75&auto=format)
![Baugur](https://alfredprod.imgix.net/logo/45b41a31-e600-48f7-adeb-4ce5931ac9bc.png?w=256&q=75&auto=format)
![Garðabær](https://alfredprod.imgix.net/logo/def43928-0e06-4ff6-8d53-ea33317b1b28.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Bjartahlíð](https://alfredprod.imgix.net/logo/84380cd0-c9df-4248-8559-f42e39e95e0e.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Akrar](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-347d807b-fdae-4ae3-8240-3f0b140682c1.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Arnarskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/71512c11-f976-411d-b31c-cb785906a109.png?w=256&q=75&auto=format)
![Mennta- og barnamálaráðuneyti](https://alfredprod.imgix.net/logo/0e370cfc-a597-4d50-9bc1-1bdbd072a16c.png?w=256&q=75&auto=format)